150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

frysting launa og fleiri aðgerðir.

[10:46]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég tel að ríkisstjórnin hafi fyrri áætlanir sínar til vitnis um að við höfum verið að hugsa til langs tíma, að við notuðum góðu árin til að búa í haginn fyrir erfiðari ár eins og það sem við erum nú að upplifa. Með því að beita langtímahugsun sé hægt smám saman á hverju ári að búa í haginn fyrir framtíðina og styrkja íslenska efnahagskerfið, bæði almenna markaðinn, þar sem verðmætasköpunin fer fram, en líka opinbera hlutann, þar sem stoðþjónustan er rekin, á hverju ári og frá ári til árs. Þess vegna sé ég ekki fyrir mér að við munum ráðast í mikinn niðurskurð. En ég held hins vegar að við eigum ekki að láta eitt einasta tækifæri úr hendi sleppa til að gera meira fyrir peningana, að sýna aukna skilvirkni. Hluti af því sem við erum að gera í fjárfestingarátakinu er einmitt að fjárfesta í innviðum opinberrar þjónustu, t.d. í stafrænu tækninni. Það mun skila meiri framleiðni.