150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[11:22]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka svarið en hann svaraði ekki spurningunni um eldra borgarana. Af hverju eru þeir ekki inni? Af hverju erum við með 42.000 kr. barnabótaauka en bara 20.000 kr. til öryrkjanna, þeirra sem verst eru settir? Hvers vegna í ósköpunum erum við að borga þeim sem eru á háum launum 30.000 kr. á sama tíma og við getum við ekki borgað öryrkjum nema 20.000 kr. og eldri borgurum ekki krónu? Hvers vegna í ósköpunum? Svaraðu því.