150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[11:26]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Lækkun bankaskattsins, sem var ákveðin fyrir nokkuð mörgum mánuðum, er flýtt en hún kemur ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Það eina sem ég ætla að segja um bankana er að núna mun reyna á íslensku bankana. Það verður fylgst með því hvernig þeir akta. Það verður fylgst með því að þeir taki þátt í vörn íslensks viðskiptalífs vegna þess að við erum í vörn og þeir þurfa að styðja við viðskiptavini sína af heilum hug. Þeir verða að sýna að íslensk heimili og íslensk fyrirtæki fái að njóta þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til; sveiflujöfnunaraukans, lægri lausafjárbindingar og ekki síst lægri stýrivaxta Seðlabankans. (Forseti hringir.) Það er einmitt við svona aðstæður sem við þurfum, íslenskt efnahagslíf, fyrirtæki og heimili, virkilega á öflugu fjármálakerfi að halda.