150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[12:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er von að hv. þingmaður spyrji. Mér er það algjörlega hulin ráðgáta nema stjórnarmeirihlutinn vilji með þessu passa upp á að einhverjar barnafjölskyldur með góðar tekjur fái aðeins meira og það skiptir þá stjórnarmeirihlutann engu máli þó að stór hluti barnafjölskyldna sem hafa misst tekjur og farið undir viðmiðið frá árinu 2019 fái minna. Þetta virðist vera hugsunin. Auðvitað væri frábært að fá stjórnarliða til að útskýra betur hvers vegna þeir vilja miða við í fyrsta lagi tölur í barnabótakerfinu sem eru að mínu mati óraunhæfar og í öðru lagi við tekjur á árinu 2019 þegar hrunið verður í launum hjá allflestum (Forseti hringir.) á árinu 2020.