150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[19:11]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Miðflokkurinn styður allar þær aðgerðir sem eru til þess fallnar að lágmarka það tjón sem við stöndum frammi fyrir vegna þeirra áfalla sem dynja nú yfir okkur vegna heimsfaraldurs Covid-19. Við teljum þó nauðsynlegt að ganga lengra í þessum efnum. Þessar aðgerðir eru ágætar svo langt sem þær ná og ég vil sérstaklega geta þess hér að það er mikilvægt þegar kemur að svokölluðum viðbótarlánum til fyrirtækja með ríkisábyrgð að fullkomið gagnsæi ríki í framkvæmdinni og að gott eftirlit verði á því úrræði svo að hægt sé að eyða allri tortryggni hvað varðar lánveitingu og að fyrirtækjum verði ekki mismunað.

Það er afar mikilvægt að vel takist til í þessum efnum og að eftirlit verði virkt. Eins og ég sagði styðjum við þessi úrræði en teljum hins vegar ekki nógu langt gengið.