150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

almannavarnir.

697. mál
[20:00]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég styð þetta frumvarp og þetta mál. Á því voru gerðar nauðsynlegar breytingar í meðförum nefndarinnar. Þar var brýnast að búa svo um hnúta að ákvæðið væri bráðabirgðaákvæði. Með lögunum er verið að fela stjórnendum í opinbera geiranum víðtækar heimildir á hættustundu. Þær þarf að úthugsa og ræða mjög vel við alla aðila máls. Til þess gafst ekki tími við þessar aðstæður og þess vegna er mikilvægt að ákvæðið var sett til bráðabirgða og mun fá efnislega meðferð ef menn vilja láta ákvæðið standa í þessa veru eða setja nýtt og breytt. Ef það tekst ekki fellur ákvæðið niður.