150. löggjafarþing — 87. fundur,  14. apr. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:36]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirtöldum ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum.

Frá dómsmálaráðherra: Á þskj. 1103, um aðgang fanga í námi að interneti, og á þskj. 1104, um reynslulausn fanga, báðar frá Helga Hrafni Gunnarssyni.

Frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra: Á þskj. 710, um birtingu alþjóðasamninga, og á þskj. 584, um kafbátaleit, báðar frá Andrési Inga Jónssyni; á þskj. 788, um nefndir, starfs- og stýrihópa, frá Þorsteini Víglundssyni; á þskj. 1164, um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 1142, um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur; á þskj. 1052, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga, frá Helga Hrafni Gunnarssyni; á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir, og á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, báðar frá Ólafi Ísleifssyni.

Frá félags- og barnamálaráðherra: Á þskj. 1074, um þá sem ekki búa í húsnæði skráðu í fasteignaskrá, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur; á þskj. 968, um sérákvæði um gróðurhús í byggingarreglugerð, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur; á þskj. 944, um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs, frá Þorsteini Sæmundssyni; á þskj. 1159, um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál, frá Birni Leví Gunnarssyni, og á þskj. 1136, um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.