150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[11:39]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir góðar undirtektir við þær tillögur sem liggja fyrir þinginu og að hafa stutt í öllum meginatriðum þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa lagt fyrir þingið. Tillögur ríkisstjórnarinnar hafa tekið breytingum í þinginu og það er auðvelt að rekja þá sögu. Bætt var í ýmis úrræði. Sumar tillögur sem komu frá stjórnarandstöðunni fengu ekki brautargengi. Ég ætla ekki að tala fyrir hönd alls stjórnarmeirihlutans þegar kemur að því með hvaða rökum það var gert í hverju og einu tilviki. Við erum einfaldlega með rökstuddar tillögur sem hafa verið vel undirbúnar þar sem er horft hefur veirð til allra þátta. Við erum með heildstæðar tillögur, t.d. fyrir rannsóknir, nýsköpun og þróunarvinnu. Við erum þar fyrir utan að bæta við fjölmörgum úrræðum sem ekki hafa komið til tals í þinginu. Ég nefni sem dæmi frestun skattgreiðslna, þ.e. heimild til að nýta í raun og veru afturvirkt skattalegt tap á þessu ári (Forseti hringir.) til að koma í veg fyrir tekjuskattsgreiðslur fyrirtækja vegna ársins 2019. Svona gengur þetta borðtennisspil í þinginu.