150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[11:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Að auka enn stuðning við fyrirtæki, segir fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrirtæki eru mannanna verk og ef við ættum að læra eitthvað, t.d. frá Ameríku, ættum við að læra að það á að vera auðvelt að stofna fyrirtæki og það á að vera ódýrt, í rauninni kostnaðarlaust, að hætta með fyrirtæki. Stjórnvöld eru með umboð kjósenda, þ.e. fólks, ekki fyrirtækja, fyrirtæki eru ekki kjósendur með atkvæðisrétt, a.m.k. ekki enn og vonandi aldrei. Þess vegna ættu stjórnvöld fyrst og fremst að hugsa um að styrkja fólk, ekki í gegnum fyrirtæki heldur einfaldlega að styrkja fólk. Þaðan koma fyrirtækin.

Mig langar til að vekja athygli á þessum viðsnúningi sem mér finnst vera alltaf í umræðunni, það gleymist hver uppruninn er. Uppruni umboðs okkar á þingi er hjá fólki, uppruni fyrirtækja er hjá fólki. Þangað eigum við að horfa.