150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun.

727. mál
[20:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum að fjalla um frumvarp til laga um pakkaferðir og breytingu á lögum um þær. Ætlum við virkilega aldrei að læra af reynslunni? Þarna er verið að setja afturvirk lög, taka afturvirkt rétt af fólki. Við þekkjum þetta frá því fyrir stuttu síðan í sambandi við lífeyrissjóðsmálin þegar sett voru afturvirk lög sem voru síðan rekin til baka. Og við ætlum að gera þetta aftur. Ætlum við aldrei að læra? Það sem er kannski verst í þessu er að það er verið að taka rétt af fólki sem er búið að vera að safna fyrir ferðum og kannski báðir aðilar búnir að missa vinnuna. Hvernig í ósköpunum er hægt að setja svona lög þar sem rétturinn er tekinn af fólki? Það hlýtur alltaf að eiga að vera val fólks hvort það vill fá endurgreitt, eins og það hefur rétt á, og ekki löggjafans að taka þann rétt af því.