150. löggjafarþing — 93. fundur,  28. apr. 2020.

afkoma öryrkja.

[14:01]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra rýr svör. Gengið er fallið, matarverð hækkar og hann svarar ekki. Hann svarar engu um það hvað hann ætlar að gera fyrir öryrkja, eldri borgara sem eru í þeirri aðstöðu og atvinnulausa sem eiga ekki fyrir mat núna. Hjálparstofnanir eins og Fjölskylduhjálp Íslands geta ekki einu sinni úthlutað til þeirra.

Hæstv. ráðherra svaraði engu. Hann ætlar greinilega ekkert að gera fyrir þetta fólk. Á það bara að herða sultarólina? Er ekkert verið að pæla í því hvernig fólk á að eiga fyrir mat? Fólk sem átti fyrir mat fyrstu viku mánaðarins fyrir Covid á það ekki núna. Það fólk þarf að fara beint til hjálparstofnana. Það er spurning hvort fólk ætti að fara í röð eftir mataraðstoð fyrir utan félags- og barnamálaráðuneyti. Hvert á fólk að fara? Hvað ætlið þið að gera?