150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

um fundarstjórn.

[11:50]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Það er alvenjulegt að forsetar beini vinsamlegum tilmælum til þingmanna um að gæta hófsemdar í orðanotkun. Það er alvenjulegt. Þá er ekki venjan að tilgreina sérstaklega hvað það var sem kveikti þá þörf hjá forseta að koma með slíkar vinsamlegar ábendingar. Það er alvenjulegt. Grípi forseti til þess ráðs að víta þingmenn ber honum að tilgreina þau ummæli sem vítt eru. Það er allt annar hlutur.

Forseti endurtekur að úrskurðir eða athugasemdir forseta af þessu tagi, sem falla undir að halda uppi góðri reglu á þingfundum, eru ekki til umræðu. Þeir eru endanlegir, þeim verður ekki áfrýjað og þeir eru ekki til umræðu.