150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

orð þingmanns um annan þingmann.

[14:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Birgir Ármannsson var áðan að kvarta undan fyrirspurnum frá mér. Ef hann hefði fylgst betur með í umræðu hérna áður var ég búinn að útskýra ágætlega tilurð þessara fyrirspurna. Ástæðan fyrir því að ég kem í ræðu um fundarstjórn forseta sérstaklega til að tala um þetta er sú að ég saknaði athugasemdar frá forseta um að hv. þingmaður hefði getað óskað eftir að eiga orðastað við mig um þetta mál í staðinn fyrir að tala svona án þess að gefa mér tækifæri til að svara.