150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

orð þingmanns um annan þingmann.

[14:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir þetta. Það er að sjálfsögðu ekkert mál, við gerum bara betur næst. Ég vil þó benda hv. þm. á að fyrirspurnaflóðið er algjörlega virðulegum forseta að kenna, þar sem ég lagði fram sameiginlegar fyrirspurnir til ráðherra en hæstv. forseta fannst það of fyrirferðarmikil fyrirspurn og þá varð ég að skipta þessu upp fyrir hverja og eina einstaka stofnun. Það er alveg nákvæmlega jafn mikil vinna í heildina en samt mátti ekki sameina fyrirspurnina eins og ég vildi.