150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[15:52]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin en ég get ekki verið algjörlega sammála honum. Hann svaraði ekki heldur hver eðlilegur arður af fjárfestingu er. Tökum sem dæmi veg um Öxi, hve margir bílar fara þar um? Hver væri kostnaðurinn á hvern bíl? Það verða ekki margir. Maður getur ekki ímyndað sér að það verði margir sem keyra þar um. Ef þeir sem fara um þennan veg eiga að standa undir þeim kostnaði sem af því hlýst er þar um miklar upphæðir að ræða. Hefur það verið reiknað út hver kostnaðurinn á hvern verður? Við vitum að vísu að það er hægt að fara aðra leið. (Gripið fram í.) Er það ekki bara ódýrara? Og fer þá nokkur hinn veginn?