150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

717. mál
[23:19]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvernig ég get svarað hv. þingmanni með öðrum orðum en þeim sem ég hef búin að fara í gegnum. Ég hef lýst því yfir að það eru ákvæði í frumvarpinu sem við teljum vera til bóta og styðjum þess vegna. En það eru önnur atriði sem við teljum hins vegar ekki til bóta og þurfi að skoða virkilega vel í nefndinni og það er auðvitað það sem fyrirvarinn gengur út á. Það þýðir að við ætlum að leggja áherslu á að kafa ofan í mál og fá þeim breytt. Það þýðir hins vegar ekki að við setjum okkur upp á móti öllu í frumvarpinu því að það er ýmislegt sem við teljum hér mjög gott. Það skiptir hins vegar máli hvernig er tekið á þessum málum. Líkt og ég sagði einnig í ræðu minni er starfandi hópur sem var falið sérstaklega það verkefni að fara yfir málefni barna sem eru í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi hópur hefur ekki skilað sinni vinnu og hún skiptir máli inn í það samhengi sem umgjörð um málefni útlendinga á Íslandi er í.