150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[15:47]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Ég kem hingað bara til að gera grein fyrir þeirri afstöðu minni að þetta mál eigi, líkt og önnur sem varða umhverfis og samgöngumál á þingi, erindi inn í þinglega meðferð umhverfis- og samgöngunefndar. Ég mun setja rautt við þessa tillögu fjármálaráðherra og hvet fólk til að gera það svo málinu sé til haga haldið. Ég átta mig eiginlega ekki á málinu og tek þar undir með hv. þm. Sigmundi Davíð. Hvar endar þetta og hvaða mál eiga ekki erindi til fjárlaganefndar ef rökin eru þau að fjárútlát séu að baki?