150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[15:48]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þá tillögu að mál um stofnun opinbers hlutafélags fari til umfjöllunar í fjárlaganefnd, enda er hlutverk þeirrar nefndar að fjalla um slík mál. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur höfuðborgarsáttmálann til meðferðar við umfjöllun um samgönguáætlun sem nú stendur yfir í nefndinni, hefur eytt tíma í að fjalla um hann og á eftir að gera það væntanlega meira þannig að frumvarpið fær fulla skoðun á þeim vettvangi.