150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[18:58]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni að það hefði mátt nefna þetta sérstaklega í nefndarálitinu með lífeyrissjóðina eins og hann kom inn á. Varðandi síðan álagningarskrárnar þá er þetta heimildarákvæði, alla vega eins og ég skil það. Það er í rauninni ekki verið að falla frá skyldu um að birta álagningarskrár heldur er verið að veita heimild til þess ef sóttvarnaástæður krefjast og þær eru ekki birtar með hefðbundnum hætti. En ég vildi óska að hv. þingmaður hefði bent mér á þetta fyrr því að ég hefði svo glaður viljað koma þessu rafræna ákvæði inn í lögin og kannski þingmaðurinn teikni það bara upp núna á milli umræðna.