150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[19:16]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég gat ekki greint spurningu í seinna andsvari frá hv. þm. Birgi Þórarinssyni en ég þakka honum fyrir spurninguna í fyrra andsvari um tryggingagjaldið og vangaveltur í seinna andsvari. Já, það er alltaf æskilegt til að örva eftirspurn, til að örva atvinnulíf, til að létta undir með atvinnulífi, að ráða fólk í vinnu en um leið verðum við að huga að sjálfbærni og varfærni. Það eru kannski þessi tvö grunngildi laganna sem eru mikilvægust nú um stundir þegar við erum að meta þetta. Ég ætla að svara því aftur, því að jaðaráhrifin af þessum gjaldstofni gagnvart því að ráða starfsmenn í vinnu eru mjög mikil, að hvert skref í lækkun getur skilað störfum.