150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[20:33]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að þakka hv. þingmanni fyrir að minna mig á að ég hefði mátt eyða tíma af ræðu minni í þetta efni vegna þess að það er verðugt. Fyrir mitt leyti, ég get ekki talað fyrir þingflokkinn minn allan, er svarið: Jú, ég kem til með að styðja þær breytingartillögur og mér finnst þær góðar. Í sjálfu sér hef ég ekki meiru við það að bæta, mér finnst rökstuðningurinn fyrir þeim ágætur eins og hann liggur fyrir. Ég vona að það svari spurningu hv. þingmanns.