150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

utanríkisþjónusta Íslands.

716. mál
[21:53]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina og málefnalegt innlegg og góða spurningu. Svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Gert er ráð fyrir því að þetta form myndi þýða að viðkomandi væri að hámarki í fimm ár í starfi, gæti svo, eins og allir aðrir, sótt um þær stöður sem eru lausar, hvort sem það er sendiherrastaða eða annað. Þetta er niðurstaðan þegar menn huga að því hvernig best sé að hafa þá umgjörð sem ég tel að sé æskileg um þessar stöður.

Stutta svarið við spurningu hv. þingmanns er: Já, auðvitað gæti viðkomandi aðili, eins og allir aðrir þegnar, sótt um stöðu sendiherra.