150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

utanríkisþjónusta Íslands.

716. mál
[22:10]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir ræðuna. Ég var að reyna að skilja af orðum hv. þingmanns, út frá gagnrýni hans á 4. gr. frumvarpsins, hver afstaða hans er til þess sem ég tel vera stærstu jákvæðu breytingu við þetta frumvarp, sem er að koma á auglýsingaskyldu um sendiherraembætti. Ég vildi því spyrja hv. þingmann hvort hann telji það til bóta að nú sé almennt skylt að auglýsa sendiherraembætti samkvæmt almennum reglum.