150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

utanríkisþjónusta Íslands.

716. mál
[22:11]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef pælt töluvert mikið í þessu og pældi töluvert í þessu á sínum tíma þegar ég starfaði við þetta. Nei, ég er ekki sammála því að það eigi að vera almenna reglan. Ég ætla ekkert að útiloka það samt sem áður að hægt sé að sýna mér fram á að það sé skynsamlegt. Það að auglýsa þessi störf, það fer vitanlega eftir því hvernig það er gert og hvaða kröfur eru gerðar og annað, getur jafnvel komið í veg fyrir að starfsfólk innan ráðuneytisins, sem hefur margt til brunns að bera og menn sjá fyrir sér að geti orðið afbragðstalsmaður Íslands erlendis, lúti í lægra haldi fyrir utanaðkomandi aðila sem hakar í tiltekin box sem viðkomandi gerir ekki. Þessi þjónusta er mjög sérstök og að mínu viti þarf að huga að mörgum atriðum í því. Enn sem komið er, hv. þingmaður, þá segi ég: Nei, en ég ætla ekkert að útiloka að hv. þingmaður og fleiri geti breytt þeirri skoðun minni.