150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

717. mál
[23:24]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst almennt afleitt þegar verið er að draga úr réttindum jaðarsettra hópa, sérstaklega ef þeir eru jafn viðkvæmir og útsettir fyrir alls konar ofbeldi og mismunun í þeim ríkjum sem við sendum þá aftur til. Þess vegna hefði auðvitað átt að taka alvarlega athugasemdirnar sem koma í umsögn frá Rauða krossi Íslands sem hið opinbera treystir til að vera talsmaður fyrir þennan hóp. Það eina sem ég get nefnt á þessum tímapunkti er að ég vona að þegar allsherjar- og menntamálanefnd fær málið til sín verði hlustað á Rauða krossinn, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og alla þá sérfróðu aðila sem ekki var hlustað á við gerð frumvarpsins.