150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

verðbólguspár.

[10:49]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin. Það er sérfræðingum að þakka að lán heimilanna hafa hækkað um 20–30 milljarða. Þetta eru allir sérfræðingarnir. Á sama tíma segir fjármálaráðherra og allir: Það er engin verðbólga. Það er ekkert að ske.

Hvernig í ósköpunum stendur á þessum útreikningum? Þú svaraðir því ekki. Er í lagi að redda störfum? Já, það er flott, en á kannski að taka heimilin af sama fólkinu sem er með verðtryggð lán? Á það ekkert að stoppa? Má það vera í frjálsu falli? Hvernig væri að setja stopp tímabundið? Af hverju er svo erfitt að taka húsnæði út úr verðtryggingunni, setja tímabundið stopp í sex mánuði þannig að það sé bæði tryggt að húsnæðið sé ekki boðið ofan af fólki og líka að það missi ekki allt sem það á í íbúð sinni vegna þess að lánin hafa stökkbreyst?