150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

kostnaður við nýjan Landspítala.

[10:57]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Já, ég tel að það hljóti að vera hægt að koma til þingsins svari um þessar nýju byggingar sem fyrst, reyndar mun það hjálpa að við erum komin nálægt því að fara í útboð á uppsteypu og slíkum frumframkvæmdaliðum.

Varðandi framtíðarstaðsetningu fyrir næsta sjúkrahús þá tek ég undir með hv. þingmanni að mikilvægt er að það verði ákveðið tímanlega og ég tel reyndar að báðir þessir staðir sem nefndir voru geti komið til álita í því sambandi. Ég held að Keldnalandið hefði aldrei allt verið lagt undir spítala, svo stórt er það, en liggur vel við meginumferðaræðum, eins og Vífilsstaðalandið. Þar eru í mínum huga enn þá tækifæri, ef menn hugsa langt inn í framtíðina, til þess að gera ráð fyrir því að framkvæmdir geti verið þar til uppbyggingar á næstu mannvirkjum fyrir heilbrigðiskerfið.