150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:19]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Í þessum erfiða slag erum við búin að afgreiða fjöldamargar nauðsynlegar aðgerðir til að verja fyrirtæki landsins fyrir tekjufalli þannig að þau verði vonandi starfhæf áfram. Við höfum hins vegar ekki gert nógu mikið til að verja heimilin og fólkið í landinu fyrir tekjufalli. Það er svo sannarlega með föst útgjöld líka og búið að gera ráðstafanir langt fram í tímann sem miða við eðlilegar aðstæður. Þess vegna er nauðsynlegt að við horfum til hækkunar á atvinnuleysisbótum, hækkum hámarksupphæð tekjutengingar og komum þannig til móts við þúsundir ef ekki tugþúsundir heimila sem verða núna fyrir tímabundnu tekjufalli.

Því vona ég að félagar okkar í stjórnarliðinu greiði atkvæði með þessari tillögu.