150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:20]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögur sem snúa að atvinnuleysisbótum. Það er klárlega góður hugur á bak við þær. Ég tel hins vegar ekki tímabært að bregðast við með þessum hætti akkúrat núna. Þó er ljóst að verði atvinnuleysið til lengri tíma er þetta eitthvað sem við munum þurfa að skoða á síðari stigum.

Ég segi nei.