150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:25]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um tillögu okkar í Samfylkingunni um aukinn stuðning til námsmanna. 3.000 störf eru ágæt í sjálfu sér en þau duga að sjálfsögðu hvergi nærri þeim mikla fjölda námsmanna sem stendur nú frammi fyrir geigvænlegum vanda og á erfitt með að láta enda ná saman. Oft eru þetta námsmenn sem koma frá efnaminni heimilum og það er mikilvægt að þeir fái aukinn stuðning. Ég vonast til að þessi tillaga okkar fái brautargengi hér.