150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:26]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um mál sem má segja að sé nokkurs konar grundvallarbreyting á hugsunarhættinum í atvinnuleysistryggingakerfinu. Við erum þegar búin að bæta í hvað varðar sumarstörf námsmanna. Það hefur þegar verið brugðist við með svokölluðum sumarlánum fyrir þá námsmenn sem fá ekki vinnu og verða við nám í sumar og við treystum á sveitarfélögin til þess, eins og þau gerðu í hruninu, að bregðast við með myndarlegum hætti og skapa störf fyrir námsmenn þannig að ekki þurfi að koma til þess að námsmenn hafi ekki framfærslu í sumar.

Af þessum ástæðum er ekki ástæða á þessu stigi málsins til að samþykkja þessa tillögu og því segi ég nei.