150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:29]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Við í Viðreisn styðjum eindregið þá tillögu sem hér um ræðir. Það er alveg skýrt að raddir námsmanna eru mjög á einn veg. Þeir eru að biðja um að þetta úrræði verði sett fram og samþykkt. Það er ósköp eðlilegt þegar við ræðum um aðstöðu fólks á þessum fordæmalausu tímum að við skoðum aðstæður allra, að við tökum utan um fólkið okkar. Hér er um tímabundna tillögu að ræða sem kemur mjög skýrt fram varðandi hagsmuni námsmanna og aðstöðu þeirra. Það er ekki þannig að allir námsmenn muni fá vinnu. Hver eru þá skilaboðin? Að við ættum kannski að ákveða þetta seinna, hugsanlega, og meta stöðuna síðar. Þetta er ekki boðlegt, reynum að ákveða og afgreiða tillögu sem eyðir óvissu sem fyrst, líka hjá námsmönnum.

Þess vegna styðjum við þessa tillögu.