150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:34]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Á erfiðum tímum þarf að grípa til róttækra aðgerða. Við þurfum að huga að framtíðinni. Við vitum af biturri reynslu að það er mikilvægt að skjóta styrkari og fjölbreyttari stoðum undir efnahagslíf Íslendinga til að við séum ekki eins viðkvæm fyrir áföllum og raun ber vitni. Nýsköpun og rannsóknir eru lykilatriði í því að bæta framtíðina og gera efnahagslíf okkar styrkara. Allar bráðabirgðaákvarðanir eru ekki til góðs. Það sem þeir þurfa sem stunda nýsköpun og rannsóknir er að hafa fullvissu um að þeir njóti stuðnings til framtíðar. Þess vegna er nauðsynlegt að þessar aðgerðir séu ekki tímabundnar.