150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:39]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um mikilvægar tillögur, í fyrsta lagi að auka verulega stuðning við þær endurgreiðslur sem nýsköpunarfyrirtæki geta fengið, hafa það þrepaskipt þar sem lítil fyrirtæki fá meira en hækkum þakið fyrir hin stóru. Þá eru líka gerðar mjög mikilvægar tillögur um lækkun á tryggingagjaldi um fjórðung í sex mánuði og að þau fyrirtæki sem ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá á næstu 12 mánuðum greiði einungis fjórðung gjaldsins.

Þetta er mjög mikilvægt, bæði til framtíðar og til skamms tíma. Þess vegna segi ég að sjálfsögðu já og ég held að það sé slys að þessi tillaga sé felld sem ég sé hér á töflunni.