150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:44]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég sit hjá og set gult við málið. Í þessu frumvarpi er mjög lítið fyrir öryrkja og eldri borgara, eiginlega ekkert. Það er eiginlega sorglegt hvernig forgangsröðunin er gagnvart þeim hópum sem minnst mega sín og þurfa mest á hjálp að halda. Því miður virðast þeir vera í smáaletrinu hjá þessari ríkisstjórn og hún setur smáagnarögn inn, kannski til að setja risaplástur yfir samvisku sína. Ég veit það ekki en því miður get ég ekki stutt þetta og þess vegna sit ég hjá.