150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:48]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Málið sem við erum að samþykkja núna er til bóta. Í því eru mörg mjög góð atriði. Við í Viðreisn höfum lagt fram tillögur um breytingar sem ljóst er orðið að ekki var tekið mark á. Það sem eiginlega hryggir mig mest í þessu máli öllu er það hversu tregir stjórnarflokkarnir eru til þess að horfa til langrar framtíðar. Forsætisráðherra talaði um að tillögurnar væru til góðs um alla framtíð. Öll framtíð forsætisráðherra í nýsköpunarmálum er til tveggja ára. Það er ekki löng framtíðarsýn í nýsköpunar- og þróunarmálum og það hryggir mig líka að hæstv. nýsköpunarráðherra skuli ekki styðja þessar tillögur.