150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

utanríkis- og alþjóðamál.

749. mál
[12:15]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýrsluna. Ég vil spyrja hann um grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann ræðir um hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem Evrópusambandið var einhverra hluta vegna nærri því búið að loka á. Hversu alvarlegt var þetta? Spurningin er um samskiptin við Evrópusambandið fyrst svona hlutir geta komið upp á yfirborðið. Ég spyr líka um EES-samningana vegna þess að mér skilst að við séum að innleiða kannski 13–14%. Eru það góðir samningar að hluta eða bæði góðir og slæmir? Þeir sem við innleiðum ekki, tökum ekki inn, eru þeir allir slæmir? Hvernig fer valið fram? Ég læt þetta duga í fyrri umferð.