150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[18:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni ræðuna. Ég hafði nú ekki hugsað mér að koma í andsvar en rétt í lokin þegar hv. þingmaður kom inn á nauðungarsölurnar hrönnuðust upp spurningar. Í fyrsta lagi: Hvernig sér hv. þingmaður atburðarásin fyrir sér? Hv. þingmaður sagði að þetta yrði ódýr aðgerð. Hversu ódýr út frá þeirri sviðsmynd sem hv. þingmaður dregur upp? Þetta getur verið býsna flókið lagalega gagnvart eignarrétti og fleiru þannig að ég vildi heyra aðeins betur um aðferðafræðina. Hugsunin er auðvitað góð í ljósi reynslunnar, ég dreg ekki dul á það, en ef hann gæti komið rétt inn á þetta.