150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[18:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er mjög erfitt að spá fyrir um mörkin en líklega eru það nokkur ár. Hvort þau yrðu tvö, fjögur, fimm eða tíu þess vegna, er ekkert rosalega mikið í samhenginu. Þær upphæðir sem væru undir hjá ríkinu vegna þessara aðgerða væru smámunir miðað við þær upphæðir sem er verið að setja í fyrirtæki og reyna að setja alls konar lagaskilyrði um notkun á þeim björgunarpökkum. Þannig að ég sé ekkert vandamál við að redda lagakrókunum og fjárheimildunum, miðað við þann kostnað. Þegar við erum komin í þann samanburð þá sé ég nákvæmlega ekkert vandamál við þetta sem er ekki hægt að leysa.