150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:23]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Virðulegur forseti. Hér leggur hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson til að atvinnuleysisbætur hækki og að námsmönnum verði tryggður réttur til þeirra nú í sumar. Stúdentar vilja vinna en þeir geta það ekki ef vinna er ekki í boði. Vissulega er verið að skapa sumarstörf fyrir námsmenn, mögulega 3.000 störf, en það hrekkur skammt þegar atvinnuleysið er meira en það. Hér er lagt til að stúdentar fái öryggisnet yfir sumarið til að tryggja að fólk hafi öruggt viðurværi og geti haldið áfram námi í haust. Þetta er sjálfsögð og mikilvæg tillaga fyrir hóp sem við viljum standa vörð um.