150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:27]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um tillögu sem kveður á um aukinn stuðning við smærri fyrirtæki og mig langar að færa alveg sérstaklega í tal fjölmiðla sem gert er ráð fyrir að fái aukinn stuðning samkvæmt þessari tillögu okkar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilsvert hlutverk fjölmiðla á tímum sem þessum og það þarf heldur ekki að minna þingheim á þann mikla vanda sem fjölmiðlar standa frammi fyrir á tímum þegar hrun blasir við í tekjum þeirra.

Ég treysti því á að þingheimur muni bregðast vel og drengilega við.