150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:32]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Virðulegur forseti. Í tónlistinni er oft upprunalega útgáfan betri en „cover“-lagið. Þannig er t.d. með þá tillögu að greiða álagsgreiðslur til framlínufólks í velferðarkerfinu. Þetta var lagt til við síðasta aðgerðapakka. Það var fellt á þeim tíma, dúkkaði síðan aftur upp í tillögum stjórnarliða — til færri starfsmanna en í upprunalegu útgáfunni. Hér er lagt til að færa það til fyrra horfs sem er betra en virðist því miður ekki njóta hljómgrunns hjá þeim sem tóku þetta lag upp í nýrri útgáfu.