150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:36]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um breytingartillögu Miðflokksins við fjáraukalagafrumvarpið. Hún er í tveimur liðum, annars vegar að fella niður tryggingagjaldið fram að áramótum sem mun skapa störf. Það mun styrkja fyrirtækin í því að halda núverandi starfsfólki og ráða nýtt starfsfólk. Auk þess er tillaga um að bæta við sumarstarfaúrræðið og útvíkka það þannig að það eigi einnig við um félagasamtök og einkaframtakið og verði útvíkkað fram á haust og inn í veturinn. Við leggjum til aukna fjárveitingu í þetta til að reyna að verja störfin. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda í þessum erfiðu kringumstæðum er að verja störfin og geta fjölgað störfum.

Þessi tillaga gengur út á það og ég hvet þingheim til að styðja hana.