150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:39]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ég styð þessa tillögu sem gengur út á að veita aukið fé, samtals 2 milljarða kr., til að skapa störf með svokallaðri sumarstarfaleið. Ég held að mjög margt hér í landinu sé ógert og hægt að nýta fólk til ýmissa starfa, eins og t.d. í skógrækt. Það þarf að grisja skóga, leggja vegi og stíga og ýmislegt annað má finna til. Ég held að það sé vel þess virði að leggja aukið fé í þetta verkefni.