150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:49]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um fjórþætta tillögu. Hún fjallar um lagfæringar á tryggingagjaldi til að örva það að fyrirtæki hafi fólk í vinnu og að ráðið sé inn fólk af atvinnuleysisskrá. Við leggjum hér til innspýtingu í rannsóknasjóðina okkar, við leggjum til að setja fé til að flýta framkvæmdum og síðast en ekki síst leggjum við til að settur verði 1 milljarður í sumarstörf námsmanna og að ákvæðið verði víkkað þannig út að það nái líka til einkageirans.

Ég sé á töflunni að þetta fellur ekki vel í hv. þingheim sem er miður en kemur því miður heldur ekki á óvart.