150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:59]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um gríðarlega mikilvæg fjáraukalög og mikilvægar breytingartillögur við það frumvarp. Ég held að sérstaklega félagslegu aðgerðirnar sem hérna eru lagðar til eigi eftir að skipta alveg gríðarlega miklu máli. Það kann að vera að við þurfum að greiða atkvæði um fleiri fjáraukalög á komandi tímum en þessi hérna eru svo sannarlega mikilvæg til að íslenskt samfélag nái þeirri viðspyrnu sem er nauðsynleg eftir það sem á undan hefur gengið síðustu vikurnar.