150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[23:00]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Ég vil í lok atkvæðagreiðslu um fjáraukalagafrumvarp sem er mikilvægur hluti af heildaraðgerðum og ráðstöfunum til að bregðast við afleiðingum Covid-19 á efnahagslífið og samfélagið þakka bæði umræðuna hér í dag sem hefur verið mjög gagnleg og vinnu hv. fjárlaganefndar. Hér er aðgerðum fyrst og fremst beint að hópum sem fyrri aðgerðir hafa ekki náð til. Um er að ræða fjölmargar félagslega mikilvægar aðgerðir, náms- og starfsúrræði fyrir námsmenn og atvinnuleitendur, álagsgreiðslur og tómstundastyrki til barna tekjulægri fjölskyldna og það rennur í gegnum öll sveitarfélög á landinu, geðrækt og geðheilbrigðismál. Heilsugæslan er efld að því leyti sem og félagslegur stuðningur við börn. Þess utan er mikil áhersla á nýsköpun og stuðning við minni rekstraraðila.