150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[17:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Í Nýsköpunarsjóð námsmanna bárust um 1.000 umsóknir og leggjum við hér til 1 milljarð kr. til að fjármagna þær umsóknir. Það væru u.þ.b. 3.300 mánuðir af framlögum í þann sjóð sem myndi hjálpa til við ástandið varðandi framfærsluþörf námsmanna og væri ágætishugmynd í staðinn fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð ef hæstv. ráðherra hefur svoleiðis vangaveltur í boði.

Hvort tveggja ætti að sjálfsögðu að vera til þannig að ég segi já.