150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:08]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Áðan kom fram í ræðu hv. þm. Halldóru Mogensen að á fundi velferðarnefndar í gær hefði verið lýst afstöðu meiri hlutans í nefndinni til máls sem formaður hugðist leggja fram. Það er rangt. Hins vegar er það rétt sem hefur komið fram að meiri hluti nefndarinnar taldi ekki ástæðu til þess að taka þátt í framlagningu máls sem hv. formaður vildi leggja fram vegna atriða sem ég tíundaði í ræðu minni áðan. Það er mikilvægt að það komi fram að í þeirri neitun meiri hlutans kemur ekki fram nein afstaða til efnis máls hv. formanns.