150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:12]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Í fyrsta lagi líður mér nett eins og við höfum ekki verið á sama fundinum. (Gripið fram í.) Afsakið, ég er að tala. Það komu sérfræðingar fyrir nefndina og það var ekkert sem kom fram á þá leið að ef við myndum flytja þetta mál og það yrði samþykkt myndi myndast einhver skaðabótakrafa á ríkið. Eða var ég að misskilja orð hv. þingmanns? (Gripið fram í.) Nei, ég skildi það ekki þannig, (Forseti hringir.) ég er að segja það. Sérfræðingarnir mættu og ég skildi það ekki þannig. En formaður getur kannski útskýrt það betur.

Mér finnst mikilvægt að það komi fram að það sem formaður gerði var að koma með tillögu að þingmáli. Hún kom með tillögu að því að nefndin myndi flytja það til að flýta fyrir málinu. Það er alvanalegt að nefndir þingsins fái mál í hendurnar til að laga galla eða mistök í einhverri lagagerð. Það er alvanalegt að nefndir geri það til að flýta fyrir málinu. Auðvitað er öllum fullljóst að hvaða þingmaður sem er getur lagt fram þingmannamál. Þetta snerist ekki um það. Þetta var spurning (Forseti hringir.) um hvort nefndin vildi flytja þetta mál og meiri hluti nefndarinnar vildi það ekki, svo einfalt er það.